Spóarimi 29, 800 Selfoss
89.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
5 herb.
171 m2
89.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1983
Brunabótamat
81.600.000
Fasteignamat
80.250.000

Hafsteinn Þorvaldsson fasteignasali og HÚS fasteignasala kynna í einkasölu: Virkilega snyrtilegt 129,7 fm einbýlishús með 42 fm sambyggðum bílskúr samtals 171,7 fm byggt árið 1983 í hinu vinsæla Rimahverfi á Selfossi. Að utan er húsið klætt með bandsagaðri standandi viðarklæðningu í bland við stení og á þaki er endurnýjað járn. Garður er snyrtilegur, hellulagt að framanverðu og timbursólpallur með skjólgirðingu. Húsið stendur innarlega í botnlangagötu miðsvæðis á Selfossi. Innréttuð íbúð er í bílskúrnum.

Nánari lýsing: Þrjú góð svefnherbergi eru í húsinu. Flísalögð forstofa með stórum fataskáp. Miðrými hússins telur borðstofu- stofu og inn af því rúmgott og snyrtilegt eldhús. Í þessu rými er upptekið loft og úr stofu er hurð út á hellulagða verönd en einnig er sólpallur austanmegin við húsið. Í eldhúsi er upprunaleg innrétting með góðu skápaplássi. Snyrtilegt endurnýjað baðherbergið með baðkari, sturtu, fallegri innréttingu og flísalagt í hólf og gólf. Á gólfum eru annars vegar viðarparket en á votrýmum eru flísar. Innangengt er í bílskúr úr eldhúsi en hann hefur verið innréttaður sem íbúð sem var um tíma leigð út.

Vatnar Viðarsson arkitekt teiknaði húsið sem er í alla staði vel skipulögð og spennandi eign. Afar eftirsóknarverð staðsetning í barnvænu umhverfi þar sem mjög stutt er í leik-, grunn- og framhaldsskóla og örstutt á íþróttasvæði bæjarins. Verulega spennandi kostur fyrir fjölskyldufólk!

Nánari upplýsingar veita Hafsteinn Þorvaldsson viðskiptafræðingur/löggiltur fasteigna,- og skipasali s. 891-8891, [email protected] 

"Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir"      
 
                                                                                                                
 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati.   (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, almennt 0.5 - 1.5 % af höfuðstól skuldabréfs, Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. Kauptilboð

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.