Opið hús: 07. júlí 2025 kl. 17:30 til 18:00.Opið hús: Hátún 6, 105 Reykjavík, Íbúð merkt: 03 02 03. Eignin verður sýnd mánudaginn 7. júlí 2025 milli kl. 17:30 og kl. 18:00.
Hús fasteignasala og Snorri Sigurfinnsson löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu.Hátún 6B. Góð og snyrtileg 75,5 fm íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi. Stór hellulögð suðvesturverönd út af stofu. Íbúðin er innréttuð með einu stóru svefnherbergi sem hægt væri að skipta upp í tvö.
Íbúðin er laus til afhendingar um miðjan ágúst.
Forstofa með náttúrusteini á gólfi.
Stofa með parketi á gólfi, þaðan er útgengt á stóra suðvesturverönd.
Eldhús með hvítri innrétting með beikiköntum, parket á gólfi.
Baðherbergi með stórri sturtu, hvítri háglans innréttingu og tengi fyrir þvottavél. Flísar á gólfi og hluta veggja.
Svefnherbergi er stórt, með parketi á gólfi, stórir fataskápar, tveir gluggar.
Á jarðhæð er sérgeymsla íbúðar svo og sameiginleg hjóla- og vagnageymsla.
Einstaklega vel staðsett og skipulögð íbúð.
Nánari upplýsingar veitir Snorri Sigurfinnsson, löggiltur fasteignasali s. 8648090 eða [email protected]Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.