Hafsteinn Þorvaldsson löggiltur fasteignasali, ásamt HÚS fasteignasölu kynna í einkasölu Grundarland 4. Nýlegt, virkilega snyrtilegt og vel um gengið 4ra herbergja parhús í rólegu íbúðahverfi á Selfossi. Húsið er á einni hæð, byggt úr timbri árið 2020, klætt að utan með bárujárni og járn er á þaki. Húsið er 148,9 fm að stærð, (íbúð 109,6 fm, bílskúr 39,3 fm, samtals 148,9 fm). Stór sólpallur með heitum potti, skjólgirðingu, grasflöt og að framanverðu er steypt bílaplan og ruslatunnuskýli. Frábær staðsetning í rólegum botnlanga þar sem m.a. nýr leikskóli Goðheimar eru í göngufæri.Nánari lýsing:
Húsið telur þrjú svefnherbergi, anddyri, stofu- borðstofu og eldhús í opnu rými, baðherbergi og þvottahús. Innangengt er í bílskúr úr þvottahúsi.
Vönduð HTH eldhúsinnrétting með veggfastri eyju sem hægt er að sitja við, mikið skápapláss og ísskápur/frystir og uppþvottavél eru innbyggð. Vönduð heimilistæki. Snyrtilegt og rúmgott baðherbergi, sturta með glervegg, baðkar, upphengt wc, handklæðaofn, innrétting og spegill með lýsingu. Úr baðherbergi er gönguhurð út í garð. Þvottahús með innréttingu sem gerir ráð fyrir þvottavél/þurrkara í vinnuhæð. Forstofa með fatahengi. Rúmgóður bílskúr og innst í skúr er parketlagt herbergi/skrifstofa með glugga sem auðvelt er að nýta sem fjórða svefnherbergið og úr því er gönguhurð út í garð.
Hitalagnir eru steyptar í gólfplötu og húsið því kynt með svæðaskiptum gólfhita. Á gólfum er vandað Vínilparket en á votrýmum eru flísar. Innfelld ledlýsing í alrými. Lóð er snyrtileg, steypt bílaplan, sólpallur með skjólgirðingu og heitum potti. Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíl er uppsett og fylgir með húsinu.
Virkilega spennandi eign á fínum stað!
Nánari upplýsingar veita Hafsteinn Þorvaldsson viðskiptafræðingur/löggiltur fasteigna,- og skipasali s. 891-8891, [email protected]
"Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir" Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati. (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, almennt 0.5 - 1.5 % af höfuðstól skuldabréfs, Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. Kauptilboð