HÚS fasteignasala kynnir í einkasölu Urriðalæk 19, Selfossi. Vel staðsett, mjög snyrtilegt fullbúið nýlegt einbýlishús. Steypt innkeyrsla, stór timburverönd með skjólveggjum, heitum potti og gróðurhúsi. Innra skipulagForstofa með innbyggðu fatahengi.
Eldhús og stofa opið í eitt. Eldhúsinnréttingin er höldulaus, hvít háglans. Tangi þar sem er vaskur og eldavél. Þar er gert ráð fyrir stólum. Hangandi háfur. Borðplata er úr eikarlímtré. Uppþvottavél fylgir. Úr stofu er útgengt á veröndina um rennihurð sem er undir þakskyggni.
Skv. teikningu eru þrjú svefnherbergi en eitt herbergið er nýtt sem fataherbergi.
Hjónaherbergið er 15,2 fm úr því er innangengt í 9,9 fm fataherbergi um rennihurð.
Svefnherbergi 12,8 fm.
Baðherbergi er flísalagt. Góð innrétting. Upphengt salerni og handklæðaofn. Opin sturta með sturtugleri. Fibotresbo plötur í sturtu. Útgengt er af baðherberginu út á verönd.
Þvottahúsið er flísalagt þar er innrétting fyrir þvottavél og þurrkara. Salerni er í þvottahúsinu. Geymsluloft er yfir hluta hússins og er lúga úr þvottahúsi.
Bílskúrinn er flísalagður og fullmálaður. Þar er frágengin bílhleðslustöð.
Harðparket er á gólfum nema í votrýmum þar sem eru flísar. Hvítar yfirfeldar innihurðir.
Húsið er 154,6 fm byggt úr timbri árið 2020. Að utan er húsið klætt með lituðu liggjandi bárujárni í bland við bandsagaða timburklæðningu. Á þaki er bárujárn. Ál/tré gluggar. Gólfhitalagnir með stýringum. Hvítar loftaþiljur. Innfeld LED lýsing í loftum.
Veröndin er stór með skjólveggjum klæddum með bárujárni. Á veröndinni er 8,5 fm gróðurhús. Heitur pottur með stýrikerfi. Innkeyrslan framan við hús og meðfram húsinu beggja vegna er steypt. Komið er hekk á lóðarmörk.
Nánari upplýsingar veita:
Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali s. 862 1996, [email protected]
Snorri Sigurfinnsson, löggiltur fasteignasali s. 864 8090, [email protected],,Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir"
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati. (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, breytilegt. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.