Hafsteinn Þorvaldsson löggiltur fasteignasali, ásamt HÚS fasteignasölu kynna í einkasölu Þykkvaflöt 7B sem er spánýtt 4ja herbergja parhús tilbúið til afhendingar í grónu íbúðahverfi á Eyrarbakka. Húsið er á einni hæð, klætt að utan með grænu báruáli og aluzink járn er á þaki. Þakkantur klæddur með hvítri 2mm ál-klæðningu. Íbúðin er er 139,1 fm að stærð, (íbúð 108,5 fm, bílskúr og geymsla 30,6 fm samtals 139,1 fm). Hönnun hússins tekur m.a. mið af því að viðhald sé í lágmarki og innra skipulag sett upp með það að markmiði að nýta sem best stærð íbúðar. Nánari lýsing:
Húsið telur þrjú svefnherbergi öll með fataskápum, andyri með fataskáp, stofu- borðstofu og eldhúsi í opnu rými, gangur, baðherbergi og þvottahúsi en úr því er innangengt út í bílskúr.
Eldhúsinnrétting frá IKEA sprautulökkuð og vönduð heimilistæki. Innihurðir eru yfirfelldar, hvítlakkaðar án þröskulda. Bílskúrsgólf er Epoxi.
Húsið er klætt að utan með grænu báruáli og aluzink er á þaki. Gluggar eru vandaðir, ál/tré gluggar. Hitalagnir eru steyptar í gólfplötu og húsið því kynnt með svæðaskiptum digital-gólfhita. Lóð verður þökulögð og drenmöl í bílaplani. Gert er ráð fyrir heitum potti í garði og ídráttarrör fyrir lagnir til staðar.
Virkilega spennandi eign á fínum stað. Sorpskýli er staðsett á bílaplani.
Sjón er sögu ríkari - get sýnt samdægurs.
Nánari upplýsingar veita Hafsteinn Þorvaldsson viðskiptafræðingur/löggiltur fasteigna,- og skipasali s. 891-8891, [email protected]
Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati. (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, almennt 0.5 - 1.5 % af höfuðstól skuldabréfs, Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. Kauptilboð