Hafsteinn Þorvaldsson fasteignasali og HÚS fasteignasala kynna í einkasölu. Virkilega fallegt og vel við haldið 178,1 fm, fjögurra herbergja parhús við Birkihóla 7 á Selfossi. Húsið er steypt, einangrað að utan og steinað. Útihurðir eru úr áli og gluggar ál/tré. Sólpallur með skjólgirðingu og heitum potti. Stórt steypt bílaplan með snjóbræðslu á lokuðu kerfi og rafhleðslustöð. Geymsluskúr á lóð 15 fm. Útilýsing undir þakkanti og á bílaplani.Nánari lýsing: Stór forstofa með dúkflísum á gólfi og stórum fataskáp. Þrjú svefnherbergi, fataskápar í þeim öllum. Úr hjónaherbergi er gönguhurð út í bakgarð. Stofa, borðstofa og eldhús í stóru, opnu og björtu rými. Eldhúsinnrétting með góðu skápaplássi, tvöfaldur-amerískur ísskápur fylgir og uppþvottavél. Rúmgott sjónvarpshol. Mjög snyrtilegt endurnýjað baðherbergi, innrétting, flísalögð sturta, baðkar og upphengt wc. Flísalagt þvottahús með nýrri innréttingu, góðu skápaplássi og vinnuaðstöðu fyrir þvottavél/þurrkara í réttri hæð. Innangengt er í flísalagðan bílskúr úr þvottahúsi. Upptekið loft er í bílskúr með ca 12 fm geymslulofti. Hiti er í gólfum hússins. Á gólfum er harðparket frá Harðviðarval og á votrýmum eru gráar flísar.
Virkilega falleg eign!
Hringið og bókið skoðun.
Nánari upplýsingar veitir Hafsteinn Þorvaldsson viðskiptafræðingur/löggiltur fasteigna,- og skipasali s. 891-8891, [email protected]
Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati. (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, almennt 0.5 - 1.5 % af höfuðstól skuldabréfs, Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. Kauptilboð
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill fasteignasalan því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.