Ragna Valdís Sigurjónsdóttir, löggiltur fasteignasali, S.846-6581 og Hús fasteignasala, kynna í einkasölu eignina, Tjarnarstígur 3, 825 Stokkseyri. Snyrtilegt einbýlishús með bílskúr. Um er að ræða 122,3 fm timbur hús þar af er bílskúr 30,8fm byggt árið 1998. Lóðin er gróin og frágengin. Stór verönd/sólpallur og möl í innkeyrslu.Innra skipulag eignar:Forstofa, stofa, eldhús, tvö svefnherbergi, sjónvarpshol, þvottahús og baðherbergi.
Komið er inn í
forstofu sem er með flísum á gólfi.
Eldhús og
stofa er í opnu alrými þar sem útgengt er út á pall.
Eldhús er með gegnheilu parketi á gólfi og snyrtilegri eldhúsinnréttingu með góðu borðplássi.
Stofa er björt og rúmgóð.
Baðherbergi er flísalagt með gólfföstu salerni og fínni innréttingu.
Hjónaherbergi er með gegnheilu parketi á gólfi, mjög rúmgott með stórum fataskáp.
Svefnherbergi gegnheilt parket á gólfi og góður fataskápur.
Þvottahús er rúmgott með pláss fyrir þvottavél og þurrkara, flísar á gólfi. Í þvottahúsi er opin sturta og vaskaskápur, innangengt inní
bílskúr úr þvottahúsi.
Stór pallur með þremur geymsluskúrum, ásamt gróðurhúsi.
Geymsluskúr er í bakgarði.
Húsið hefur fengið gott viðhald í gegnum árin.Húsið er vel staðsett innarlega í botnlangagötu í nokkra mínútna göngufjarlægð frá grunnskólanum, leikskólanum og sundlauginni á Stokkseyri.Stokkseyri er hluti af Sveitarfélaginu Árborg og er í um 15km fjarlægð frá Selfossi.
Virkilega snyrtilega eign sem vert er að skoða.Nánari upplýsingar veitir Ragna Valdís Sigurjónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 846-6581, tölvupóstur [email protected].
,,Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir"Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.