Árvegur 4, 800 Selfoss
76.900.000 Kr.
Einbýli
6 herb.
202 m2
76.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1941
Brunabótamat
80.550.000
Fasteignamat
77.750.000

Hús fasteignasala og Snorri Sigurfinnsson löggiltur fasteignasali kynnir í einkasölu. Árvegur 4. Einbýlishús á eignarlóð skammt frá bökkum Ölfusár. Örstutt í miðbæinn og alla helstu þjónustu.
Fjögur svefnherbergi og auðvelt að bæta því fimmta við. 


Nánari upplýsingar veitir Snorri Sigurfinnsson, löggiltur fasteignasali s. 8648090 eða [email protected]
Bókið einkaskoðun.


Húsið er upphaflega byggt 1941 og var það steypt. Húsið var stækkað og byggt ofan á það og skipt um glugga og klætt með standandi timburklæðningu ca 1988. Húsið er 173,1 fm.
Bílskúr er frístandandi, byggður 1966 og er 29,4 fm.  Alls er eignin því 202,5 fm. 

Nánari lýsing. Flísalögð forstofa með fataskáp. Flísalagt þvottahús við hlið forstofu.
Innan við forstofu er hol, borðstofa og stofa. Auðvelt væri að breyta borðstofunni í fimmta svefnherbergið ef á þarf að halda.
Hurð úr holi út á verönd til suðurs. Á gólfum er gegnheilt parket en flísar í holi liggja frá forstofu að svalahurð.
Eldhús er með dúk á gólfi, innrétting og tæki frá ca 1988. Inn af eldhúsi er gott rými fyrir eldhúsborð og er sá hluti partur af stækkun hússins frá 1988. Gluggar með útsýni út að Ölfusá.
Tvö parketlögð svefnherbergi eru á neðri hæð hússins. Fataskápur í öðru þeirra. Flísalagt baðherbergi með sturtuklefa. Úr miðrými er stigi upp á efri hæð.
Á efri hæð er í miðjunni lítið sjónvarpshol. Sitt hvoru megin við það eru parketlögð svefnherbergi. Rúmgott salerni þar sem hægt væri að koma fyrir baðkari ef vill.  Gott geymslupláss er undir súð. Loft á efri hæð eru upptekin.

Bílskúr er frístandandi. Hann þarfnast viðhalds og endurnýjunar en ekki sjást merki um leka. 

Garður er gróinn og möl í innkeyrslu. Hellulögð verönd til suðurs. Þörf á viðhaldi lóðar.

Lagnir hússins eru að hluta til frá 1988. Miðstöð með forhitara og ofnar eru pottofnar og yngri ofnar í bland. Rafmagnstafla frá ca 1988 með lekaliðum. Skolplagnir voru endurnýjaðar ca 1988
Gluggar að mestu í ágætu ástandi, ummerki um gamlan leka í þakglugga í svefnherbergi á efri hæð og tvær rúður í sama herbergi þarf að endurnýja.
Ýmis hefðbundin viðhaldsverkefni bíða nýrra eiganda.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.

1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu

Skoðunarskylda:  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.





 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.