Hafsteinn Þorvaldsson fasteignasali ásamt HÚS fasteignasölu kynna í sölu. Virkilega bjarta, rúmgóða og fína íbúð á 6. hæð í vönduðu lyftu fjölbýli við Lækjasmára 6, staðsett miðsvæðis í Kópavogi. Bílastæði í bílakjallara fylgir íbúðinni. Íbúðin ásamt geymslu er 110,1 fm og þar við bætist bílastæði 11,5 fm, samtals 121,6 fm. Húsið er byggt árið 1999 og íbúðin er upprunaleg en vel um gengin. Fínar svalir með svalalokun að hluta.
********** Bókið einkaskoðun**********
Nánari lýsing:Eignin telur forstofu með flísum á gólfi og stórum fataskáp, gangur með parketi á gólfi, tvö svefnherbergi með parketi á gólfi og stór fataskápur í hjónaherbergi. Rúmgott baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf, innrétting og sturtuklefi. Í baðherbergi er innrétting sem gerir ráð fyrir þvottavél og þurrkara. Snyrtileg eldhúsinnrétting með góðu skápaplássi og flísalagt milli borðplötu og efri skápa. Innst í elhúsi er borðkrókur. Stofa, borðstofa og sjónvarpshol eru í opnu og björtu rými þar sem útgengt er út á svalir sem eru með svalalokun að hluta.
Húsið er staðsteypt, byggt 1999, klætt með viðhaldsléttri klæðningu og húsfélag er sterkt.
Sérgeymsla í kjallara er 11,5 fm og fylgir íbúðinni ásamt geymslukáp sem er nokkuð stór.
Sameign er snyrtileg og þar er m.a. aðstaða til að stunda líkamsrækt.
Falleg íbúð, á góðum stað í góðu húsi.
Nánari upplýsingar veita Hafsteinn Þorvaldsson viðskiptafræðingur/löggiltur fasteigna,- og skipasali s. 891-8891, [email protected]
"Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir" Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati. (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, almennt 0.5 - 1.5 % af höfuðstól skuldabréfs, Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. Kauptilboð
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.