Hafsteinn Þorvaldsson fasteignasali og HÚS fasteignasala kynna í einkasölu: Snyrtilegt, stórt og rúmgott einbýlishús 178,6 fm ásamt sambyggðum 50,0 fm bílskúr, samtals 228,6 fm. Húsið er byggt árið 1989 úr timbri/steypu, klætt með nýmáluðu stení og stallað járn á þaki. Frábær staðsetning innst í botnlanga í rólegu og skjólsælu hverfi miðsvæðis á Selfossi. Stór sólpallur með skjólgirðingu, nýju gróðurhúsi, heitum potti og grillskýli. Hús sem hefur fengið gott viðhald í gegnum tíðina, í góðu ástandi. Nánari lýsing.
Forstofa með ljósum flísum á gólfi og góðum fataskáp. Þrjú rúmgóð svefnherbergi (áður fjögur) eru í húsinu, tvö þeirra með fataskápum. Einnig er lítið skrifstofurými. Bjart og stílhreint eldhús með stórri, góðri innréttingu og fínum borðkrók . Rúmgóð stofa og borðstofa með uppteknu lofti. Endurnýjað baðherbergi með innréttingu, upphengt wc, handklæðaofn, sturtu með glervegg og baðkari. Á baðherbergi eru ekta marmaraflísar á veggjum. Þvottahús er endurnýjað, með innréttingu sem gerir ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnslu hæð og gönguhurð út á baklóð. Innangengt er í rúmgóðan bílskúr með stórri endurnýjaðri innkeyrsluhurð og uppteknu lofti. Innst í bílskúr er stórt auka herbergi með fataskáp sem auðvelt er að breyta í fjórða svefnherbergið. Gólfefni eru að stærstum hluta nýleg.
Garðurinn er fallegur og skjólsæll. Bílastæði er hellulagt með snjóbræðslu í hluta þess.
Í alla staði stórt og rúmgott fjölskylduhúsi, á góðum stað sem hefur fengið gott viðhald í gegnum tíðina.
Nánari upplýsingar veita Hafsteinn Þorvaldsson viðskiptafræðingur/löggiltur fasteigna,- og skipasali s. 891-8891, [email protected]
"Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir" Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati. (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, almennt 0.5 - 1.5 % af höfuðstól skuldabréfs, Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. Kauptilboð