Hafsteinn Þorvaldsson fasteignasali, ásamt HÚS fasteignasölu kynna í einkasölu gott fimm herbergja einbýlishús við Miðengi 12 á Selfossi. Húsið er steypt, 132,8 fm og þar við bætist rúmgóður bílskúr 45 fm, samtals 177,8 fm. Húsið er byggt árið 1974 og bílskúr byggður þremur árum seinna. Í bílskúr er íbúð. Húsið hefur talsvert verið endurnýjað að innan á undanförnum árum. Lóðin er 750 fm, möl í innkeyrslu og garðurinn gróinn.
Áhugaverð eign í hjarta bæjarins. Öll helsta þjónusta s.s. leikskóli, grunnskóli, framhaldsskóli, íþróttaaðstaða, sundlaug og líkamsrækt og allar helstu verslanir í göngufæri.Nánari lýsing.
Flísalögð forstofa með góðum fataskáp og inn af henni er annarsvegar lítið gesta salerni og hinsvegar forstofuherbergi. Önnur þrjú svefnherbergi eru á gangi hússins, en eitt þeirra hefur verið útbúið sem fataherbergi og því með mjög stórum fataskáp. Eldhús með góðri endurnýjaðri, hvítglans innréttingu. Inn af eldhúsi er þvottahús með gönguhurð út í bakgarð. Rúmgóð og björt borðstofa og stofa í opnu rými. Endurnýjað baðherbergi með innréttingu, handklæðaofni, sturtu með glervegg og upphengdu wc. Stór sérstæður bílskúr þar sem útbúin hefur verið íbúð sem bæði hefur verið í fastri leigu og einnig Airbnb. Stórt bílastæði fyrir framan.
Á undanförnum árum hefur húsið verið talsvert endurnýjað og má þar m.a. nefna gólfefni að stærstum hluta, eldhúsinnrétting, inntak á heitu og köldu vatni, rofar/tenglar, ofnalagnir og frárennsli og m.fl. Huga þarf að endurbótum á gluggum/gleri og mála þarf húsið að utan.
Góð eign á góðum stað. ********** Bókið skoðun **********Nánari upplýsingar veitir Hafsteinn Þorvaldsson, viðskiptafræðingur og löggiltur fasteigna,- og skipasali s. 891-8891, [email protected] Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati. (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, almennt 0.5 - 1.5 % af höfuðstól skuldabréfs, Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kauptilboði.