Jens Magnús Jakobsson löggiltur fasteignasali s:893-1984 og Hús fasteignasala kynna í sölu Brandshús 6 í Flóahreppi. Einbýlishús sem er 167,9 fm, þar af er bílskúrinn 38 fm. Húsið er byggt úr timbri með snyrtilegri standandi timbur klæðningu. Bárujárn er á þaki. Gluggar og vindskeiðar eru úr timbri.
Sælureitur í sveitinni í skemmtilegu og huggulegu hverfi rétt við Félagslund, þar sem eru nokkur einbýlishús
Komið er inn í flísalagða forstofu með skáp. Þaðan er komið inn í opið rými með eldhúsi, borðstofu og stofu með parketi á gólfi. Þaðan er útgengt á stóra og skjólgóða verönd. Fjögur rúmgóð svefnherbergi með fataskápum eru í húsinu og parket er á gólfum. Baðherbergið er snyrtilegt og var endurnýjað 2019, þar er sturta, salerni og falleg innrétting. Þvottahús er með flísum og innréttingu, þaðan er innangengt í bílskúr. Bílskúrinn er með bílskúrshurð og máluðu gólfi.
Gólfhiti er í húsinu. Parket er á öllum rýmum nema á baðherbergi er Epoxy og í forstofu og þvottahúsi eru flísar.
Heilt á litið virkilega skemmtileg eign í sveitinni rétt fyrir utan Selfoss. Aðeins um 10-15 mín akstur á Selfoss.
Húsið stendur á stórri leigulóð sem er 1975 fm og er gróin. Gróðurhús er á lóðinni og fylgir.
Nánari upplýsingar og bókanir í skoðun er hjá Jens Magnúsi lgf. í síma 893-1984 eða [email protected]Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati, 0,4 % fyrir fyrstu kaupendur.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS Fsteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.