Grashagi 10, 800 Selfoss
89.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
5 herb.
187 m2
89.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1973
Brunabótamat
77.700.000
Fasteignamat
73.800.000

Hafsteinn Þorvaldsson löggiltur fasteignasali, ásamt HÚS fasteignasölu kynna í einkasölu Grashaga 10, sem er virkilega snyrtilegt og mikið endurnýjað, fimm herbergja einbýlishús á einni hæð miðsvæðis á Selfossi.  Húsið stendur á skjólsælli 850 fm lóð sem er vel gróin, stór sólpallur með heitum og köldum potti og geymsluskúr.  Húsið er 187,2 fm að stærð, þar af sambyggður bílskúr 50,6 fm.  Húsið er steypt, byggingarár er 1973 en bílskúr var byggður við húsið 2017.  Frábær staðsetning þar sem stutt er í skóla og alla almenna þjónustu sem og verslanir. 
Gott fjölskylduhús, vel staðsett í mjög góðu standi.


Nánari lýsing:
Komið er inn í flísalagða forstofu og inn af henni er lítið gestasalerni. Fjögur svefnherbergi eru í húsinu, stór fataskápur í hjónaherbergi og eitt af barna herbergjunum er forstofuherbergi.  Borðstofa og stofa í opnu og björtu rými en úr henni er útgengt út á stóran sólpall með heitum og köldum potti.  Flísalagt, rúmgott hol tengir saman stofu og eldhús en í eldhúsi er stór og snyrtileg endurnýjuð innrétting með vönduðum hemilistækjum og ísskápur og uppþvottavél eru innbyggð.  Baðherbergið er endurnýjað, flísalagt í hólf og gólf, innrétting með speglaskáp, upphengdu wc, handklæðaofni og sturtuklefa.   Rúmgott þvottahús með stórum fataskáp og gönguhurð út á bílastæði.
Á undanförnum árum hefur húsið verið talsvert endurnýjað og má þar m.a. nefna gólfefni að stærstum hluta, eldhúsinnrétting, fataskápar, inntak á heitu og köldu vatni ásamt lagnagrind fyrir miðstöð, rofar og tenglar, gluggar, gler og útihurðir og baðherbergi endurnýjað.     

Í alla staði vel skipulagt fjölskylduhús, frábær staðsetning í barnvænu umhverfi.  **** Seljandi skoðar skipti á 3-4 svefnherbergja eign með bílskúr á Selfossi ****

Nánari upplýsingar veita Hafsteinn Þorvaldsson viðskiptafræðingur/löggiltur fasteigna,- og skipasali s. 891-8891, [email protected] 

"Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir"       
                                                                                                                
 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati.   (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, almennt 0.5 - 1.5 % af höfuðstól skuldabréfs, Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. Kauptilboð

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.