HÚS fasteignasala og Snorri Sigurfinnsson löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu. Hrafnhólar 12. Gott fjögurra herbergja parhús með bílskúr á eftirsóttum stað í Hólahverfi, stutt frá Sunnulækjaskóla og leikskólanum Hulduheimum.
Húsið er timburhús, klætt með viðhaldsléttu duropal. Hellulögð innkeyrslu, sólpallur í garði, garðhús og lokuð skjólgirðing umhverfis allan garðinn.Laust til afhendingar fljótlega. Bókið einkaskoðun hjá fasteignasala.Innra skipulag. Forstofa með fataskáp,
Hol, eldhús og
stofa í opnu rými, Falleg rúmgóð eldhúsinnrétting með eyju. Granít borðplötur. Útgengt úr stofu á sólpall. Þrjú góð
herbergi, góður fataskápur í hjónaherbergi.
Baðherbergi með innréttingu með granít borðplötu, hornbaðkar og rúmgóð "walk in" sturta. Á öllum gólfum er náttúrusteinn og hiti í gólfum með stýringum. Sérsniðnar gardínur í öllum gluggum.
Þvottahús með innréttingu. Lokuð
geymsla.
Bílskúr með opnara. Á gólfum er epoxý.
Garður og umhverfi hússins er allt frágengið og snyrtilegt. Garðhús er um 9 fm.
Góð og vel umgengin eign.Nánari upplýsingar veitir Snorri Sigurfinnsson löggiltur fasteignasali s. 864-8090 eða [email protected]Bókið skoðun. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati, lögaðilar 1,6%
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.