Grenigrund 34, 800 Selfoss
72.900.000 Kr.
Parhús
4 herb.
141 m2
72.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1998
Brunabótamat
66.750.000
Fasteignamat
65.450.000

Hús fasteignasala og Snorri Sigurfinnsson löggiltur fasteignasali kynnir í einkasölu. Grenigrund 34. Gott, vel viðhaldið parhús, 141,7 fm í vinsælu hverfi miðsvæðis á Selfossi.
Húsið er steníklætt timburhús. Góður aflokaður sólpallur með útigeymslum (skýli) Malbikað rúmgott bílastæði og gott aukastæði fyrir hjólhýsi/húsbíl.


Innra skipulag. Flísalögð forstofa með fataskáp. Hol/gangur. Eldhús, borðstofa og stofa. Opið rými, hurð úr stofu á sólpall. Hjónaherbergi með fataskáp. Opið er á milli tveggja minni svefnherbergja og úr verður mjög rúmgott sjónvarpsherbergi. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. Opin sturta og innrétting. Flísalagt þvottahús með innréttingu og vinnuborð með vaski. Hurð út í bakgarð þar sem er hellulagt svæði með þvottasnúrum. Innangengt úr þvottahúsi í mjög snyrtilegan bílskúr með máluðu gólfi. Góðar geymsluhillur. Sjálfvirkur hurðaopnari. Nýlegt vandað harðparket er á íbúðinni og nýlegar flísar í forstofu. Endurnýjað gler á suður og austurhlíð.
Á sólpalli eru tvær útigeymslur/skýli sem henta vel fyrir t.d. garðhúsgögn, grill, hjólbarða o.þ.h.
Mjög snyrtilegt og notalegt parhús á góðum stað.

Nánari upplýsingar veitir Snorri Sigurfinnsson, löggiltur fasteignasali s. 8648090 eða [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.

1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu

Skoðunarskylda:  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.


 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.